Flokkaskipt greinasafn: Stigahæstu hundar

Stigahæstu cavalierar 2015

Á aðventukaffi deildarinnar þann 29. nóvember 2015  voru 4 stigahæstu cavalierar ársins heiðraðir. Dýrabær færði vinningshöfunum gjafir og stigahæsti hundurinn C.I.B. ISCH Ljúflings Hetja hlaut farandbikar deildarinnar. Í ár fékk 21 cavalier stig eftir 8 sýningar, en til að hljóta stig þarf að ná a.m.k. 4 sæti í rakka- eða tíkarflokki.  Myndin er af vinningshöfunum Ljúflings Hetju og Drauma Bono með eigendum sínum.  Hamingjuóskir til allra viðkomandi frá stjórn deildarinnar. 

Lesa áfram Stigahæstu cavalierar 2015