DNA próf

Niðurstaða DNA prófa vegna Episodic Falling og Curly Coat skal vera ljós fyrir pörun. Arfbera má para með fríum einstaklingi. Hundar sem hafa (affected) EF eða CC fara í ræktunarbann.

Ef báðir foreldrar undaneldishunda eru fríir þarf ekki að DNA prófa afkvæmi þeirra. Sýnataka þarf að fara fram hjá dýralækni sem einnig sér um að póstsenda sýnin.  (gildir frá 01.11.2011)

Athugið að þeir sem greinast sem arfberar eru fullkomlega heilbrigðir hundar og fá engin einkenni þessara sjúkdóma. Hundana má eingöngu para með fríum hundum, en þá verða u.þ.b. 50% afkvæmanna berar sjá töfluna hér fyrir neðan. 

Báðir sjúkdómarnir erfast skv. neðanskráðu:

Frír + frír = allir hvolparnir eru fríir og þurfa ekki DNA próf

Frír + arfberi = 50% eru fríir og 50% berar

Frír + veikur = allir hvolparnir verða berar

Beri + beri = 25% veikir, 25% fríir og 50% berar

Beri + veikur = 50% berar og 50% veikir

Veikur + veikur = allir hvolparnir veikir